breyting á deiliskipulagi
Hallarmúli 2
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 684
8. júní, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Yrki arkitekta ehf. mótt. 20. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar 2 vegna lóðarinnar nr. 2 við Hallarmúla. Breytingin felst í megin atriðum í því að auka leyfilegt byggingarmagn og auka hæðarfjölda á lóðinni með tilliti til aðliggjandi byggðar, í byggingunni verður hótel, leyfilegur hæðarfjöldi verður 5 hæðir með efstu hæðina inndregna frá Hallarmúla en til vesturs stallast byggingin niður í 1 hæð, bílastæði verða fjarlægð af yfirborði lóðarinnar og gerður er bílakjallari, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 15. nóvember 2017, síðast br. 2. mars 2018. Tillagan var auglýst frá 28. mars 2018 til og með 9. maí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Eik fasteignafélag hf. f.h. LF2 dótturfélag dags. 2. maí 2018, Advel lögmenn f.h. Reita-hótela dags. 8. maí 2018, Advel lögmenn f.h. Flugleiðahótela ehf. dags. 8. maí 2018, Landslög f.h. íslenskar Orkuvirkjunar ehf. dags. 9. maí 2018 og Rúnar S. Gíslason lögm. formaður Húsfélagsins Lágmúla 5 dags. 9. maí 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. maí 2018 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

108 Reykjavík
Landnúmer: 211260 → skrá.is
Hnitnúmer: 10001147