breyting á deiliskipulagi
Hallarmúli 2
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 670
23. febrúar, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. desember 2017 var lögð fram umsókn Yrki arkitekta ehf. mótt. 20. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar 2 vegna lóðarinnar nr. 2 við Hallarmúla. Breytingin felst í megin atriðum í því að auka leyfilegt byggingarmagn og auka hæðarfjölda á lóðinni með tilliti til aðliggjandi byggðar, í byggingunni verður hótel, leyfilegur hæðarfjöldi verður 5 hæðir með efstu hæðina inndregna frá Hallarmúla en til vesturs stallast byggingin niður í 1 hæð, bílastæði verða fjarlægð af yfirborði lóðarinnar og gerður er bílakjallari, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 15. nóvember 2017, síðast br. 1. febrúar . Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

108 Reykjavík
Landnúmer: 211260 → skrá.is
Hnitnúmer: 10001147