breyting á deiliskipulagi
Lautarvegur 38, 40, 42 og 44
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 609
11. nóvember, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Fimra ehf., mótt. 9. ágúst 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Neðan Sléttuvegar vegna lóðanna nr. 38, 40, 42 og 44 við Lautarveg. Í breytingunni felst breyting á húsgerð úr raðhúsi (4 íbúðir) í tvíbýlishús (8 íbúðir) og færslu á lóðarmörkum Lautarvegar 34, 40 og 42 um 0,5 m. til vesturs þannig að lóðin Lautarvegur 38 minnkar um 0,5 m., en lóðin Lautarvegur 44 stækkar um 0,5 m., lóðirnar Lautarvegur 40 og 42 eru jafn breiðar og áður, samkvæmt uppdr. Rúnars Gunnarssonar, dags. 7. ágúst 2016. Tillagan var auglýst frá 9. september til og með 21. október 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Ólafsson, dags. 18. október 2016, Jón Ómar Finnsson, dags. 18. október 2016, Kristján Hilmarsson, dags. 19. október 2016 og Hilmar Gunnarsson hdl. frá Mörkinni lögmannsstofu f.h. Helgu Sigmundsdóttur og Ragnars Þórs Hannessonar, dags. 20. október 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. október 2016 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

103 Reykjavík
Landnúmer: 213576 → skrá.is
Hnitnúmer: 10097708