breyting á deiliskipulagi
Lambhagavegur 14
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 629
28. apríl, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 24. ágúst 2016, um breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegur-Hallar vegna Lambhagavegar 12 og 14. Deiliskipulagsbreytingin felst í því að fyrirkomulagi byggingareita á lóðum 12 og 14 við Lambhagaveg er breytt og heimilt byggingarmagn minnkað og nýtingarhlutfall því samhliða. Jafnframt er lóð spennistöðvar færð innan skipulagssvæðis og innkeyrslur á lóðir færðar, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 26. apríl 2017.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016. Greiðsla þarf að berast áður en breytingin verður auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

112 Reykjavík
Landnúmer: 228029 → skrá.is
Hnitnúmer: 10129447