breyting á deiliskipulagi
Efstasund 67
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 838
22. september, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Alark arkitekta f.h. eiganda dags. 14. júlí 2021, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sundin (reitir 1.3. og 1.4) vegna lóðarinnar nr. 67 við Efstasund. Í breytingunni felst að skilmálasnið A-2 er aðlagað fyrir það hús sem stendur á lóðinni og felst í því að leyfilegt er að byggja þakhæð með 4 m. mænishæð yfir núv. þakplötu og kvisti á 50% af lengd langhliðar. Byggingareitur hefur verið stækkaður til suðurs fyrir núverandi svölum 1.hæðar og nýjum svölum rishæðar. Nýtt bílastæði er staðsett á suðurhluta lóðar, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 12. júlí 2021, breytt 16. júlí 2021. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 10. ágúst 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 18. ágúst 2021 til og með 15. september 2021. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

104 Reykjavík
Landnúmer: 104995 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008578