breyting á deiliskipulagi
Hlíðarendi 2
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 633
26. maí, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kristjáns Ásgeirssonar, mótt. 23. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 2 við Hlíðarenda. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit og aukning á byggingarmagni á reit A, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. , dags. 22. desember 2016. Einnig er lagður fram skýringaruppdáttur og greinargerð ALARK arkitekta ehf. , dags. 22. desember 2016. Einnig er lagður fram tölvupóstur Jóhanns Halldórssonar f.h. lóðarhafa Hlíðarenda H-reit, dags. 27. apríl 2017, og tölvupóstur Bjarna Más Bjarnasonar f.h. Hlíðarenda 1-7, 28 og 34, dags. 27. apríl 2017, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti. Tillagan var auglýst frá 20. mars til og með 15. maí 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Lex lögmannsstofa f.h. NH eigna ehf., dags. 12. maí 2017, Lex lögmannsstofa f.h. Dalhúss ehf., dags. 12. maí 2017 og Jóhann Halldórsson hrl. f.h. O1 ehf. dags. 14. maí 2017. Erindinu var vísað ti umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. maí 2017 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.