hækka ris og gera íbúð
Úthlíð 7
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 581
15. apríl, 2016
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. apríl 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. apríl 2016 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja gamalt leyfi sem samþykkt var 13. júlí 1995 þar sem farið var í að byggja tvöfaldan bílskúr úr steinsteypu og hætt var að byggja austur helming skúrsins og nú er farið fram á að halda áfram með verkið og byggja ofan á plötu sem er til staðar á lóð nr. 7 við Úthlíð. Stækkun bílageymslu 0102: 29,8 ferm., 80,1 rúmm. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. apríl 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. mars 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2016. Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.6 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 111/2014. Erindi fylgir samþykki sumra lóðarhafa aðliggjandi lóða dags. 1. mars 2016. Gjald kr. 10.100
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Flókagötu 56, 58 og 60, Úthlíð 5, 6, 8, 9 og 10.
Vakin er athygli umsækjanda á að erindið fellur undir gr. 8.1 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103572 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025273