Fjölbýlishús
Skipholt 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 602
23. september, 2016
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. september 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 4. hæð ofaná og 5. hæð yfir hluta húss, sameina í einn matshluta og innrétta gististað í flokki IV, teg. hótel, með 84 herbergjum fyrir 170 gesti í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 1 við Skipholt.
Erindi fylgir bréf hönnuða, greinargerð um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 10. maí 2016, brunahönnunn frá EFLU síðast uppfærð í september 2016, greinargerð I vegna hljóðvistar dags. í maí 2016 og greinargerð frá Lotu um burðarvirkishönnun ódagsett. Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. ágúst 2016 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2016. Stækkun: 540,2 ferm., 2.095 rúmm. Eftir stækkun, A-rými: 3.478,4 ferm., 10.809,8 rúmm. B-rými: 121,3 ferm., 856,4 rúmm. C-rými: 156,1 ferm. Gjald kr. 10.100
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skipholti 3, Stangarholti 2, Stórholti 2, 12 og 17, Meðalholti 3, Einholti 2 og 4 og Brautarholti 2,4 og 4A
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014.