(fsp) stækkun lóðar og stækkun húss
Grensásvegur 26
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 753
29. nóvember, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. nóvember 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2019 þar sem sótt er um leyfi til að sameina lóðir 24 og 26, viðbyggingu við suðurgafl og tímabundna opnun milli Grensásvegar 26 (áður nr. 24) og Grensásvegar 22, einnig er sótt um áður gerðar breytingar s.s. timburbyggingu (gróðurskála) og leyfi fyrir rekstri gistiheimilis í flokki II, tegund b, fyrir 23 gesti í mhl. 01 og 8 gesti í mhl. 02 á lóð nr. 26 við Grensásveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir afrit af kvittunum um móttöku skjala til þinglýsingar hjá sýslumanni dags. 11. nóvember 2019. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. mars 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019. Stækkun, útigeymsla: 51,9 ferm., 145,3 rúmm. Gróðurskáli og tengigangur: 212 ferm., 632,9 rúmm. Sólskáli: 21,6 ferm., 55,5 rúmm. Samtals: 285,7 ferm., 833,7 rúmm. Gjald kr. 11.200 + 11.200
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Grensásvegi 22 og Heiðargerði 57 og 65.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

108 Reykjavík
Landnúmer: 107634 → skrá.is
Hnitnúmer: 10011534