breyting á deiliskipulagi
Efstasund 47
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 556
2. október, 2015
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Árna Gunnars Ingþórssonar mótt. 7. ágúst 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.3 og 1,4, Sundin, vegna lóðarinnar nr. 47 við Efstasund. Í breytingunni felst að stækkunarheimildum er breytt þannig að byggingarreitur til austurs er minnkaður um 3 metra og settur er inn nýr byggingarreitur til suðurs 3 metra frá núverandi húsi. Ef viðbygging verður ein hæð er heimilt að nýta þak hennar fyrir verönd/sólskála, samkvæmt uppdr. Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf. ódags. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. ágúst til og með 17. september 2015. Að lokinni kynningu barst athugasemd dags. 23. september 2015 frá Hauki Haukssyni f.h. eigenda að Efstasundi 49, en hún hafði borist til byggingarfulltrúa á kynningartímanum. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 25. september 2015.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs

104 Reykjavík
Landnúmer: 104456 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008558