Svalir - kvistur - skorsteinn o.fl.
Blómvallagata 11
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 538
15. maí, 2015
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. maí 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. apríl þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á austurhlið allra íbúða, byggja kvist á vesturhlið, koma fyrir eldvarnarhurðum milli stigahúss og íbúða, fjarlægja skorstein og breyta innra skipulagi íbúðar á 4. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 11 við Blómvallagötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. maí 2015.
Erindi fylgir ástandsskoðun húss frá verkfræðistofunni Eflu dags. í júlí 2013, allsherjarumboð frá eiganda íbúðar 0302 dags. 2. febrúar 2011 og samþykki meðeigenda ódagsett. Gjald kr. 9.823
Svar

Jákvætt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. maí 2015.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101313 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008302