breyting á deiliskipulagi
Jöldugróf 6
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 711
11. janúar, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2018 var lögð fram umsókn Hildar Gunnarsdóttur dags. 9. desember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðarinnar nr. 6 við Jöldugróf. Í breytingunni felst að færa byggingarreit bílskúrs á norðausturhluta lóðar og færa byggingarreit húss að hluta til suðvesturs og lítillega til norðausturs, samkvæmt uppdr. Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 11. janúar 2019. desember 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Jöldugróf 3, 4 og 8, Bleikargróf 5 og 7 og Blesugróf 2.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.