(fsp) stækka svalir
Skildinganes 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 542
12. júní, 2015
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Grétars Sigfinns Sigurðssonar dags. 26. mars 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags lóðarinnar nr. 2 við Skildinganes. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit og niðurfelling á kvöð um bifreiðageymslu, samkvæmt uppdr. A2f arkitekta ehf. dags. 26. mars 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. apríl til og með 2. júní 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Höskuldur H. Ólafsson og Sigríður Ólafsdóttir dags. 13. maí 2015, Ingibjörg Briem og Páll Einarsson dags. 13. maí 2015, Bryndís Blöndal dags. 13. maí 2015, Gunnar Snorri Þorvarðarson, Hjördís Logadóttir, Ægir Þormar Pálsson og María Sveinsdóttir húseigendur Bauganesi 4 dags. 14. maí 2015, Kristján B. Jónasson og Gerður Kristný Guðjónsdóttir dags. 14. maí 2015 og Gunnar Snorri Þorvarðarson, Hjördís Logadóttir, Ægir Þormar og María Sveinsdóttir dags. 1. júní 2015. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Magneu Gunnarsdóttur-Evans dags. 8. júní 2015. Einnig er lagt fram skuggvarp A2f arkitekta ehf. dags. 21. maí 2015.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

102 Reykjavík
Landnúmer: 213787 → skrá.is
Hnitnúmer: 10117043