breyting á deiliskipulagi
Nýlendugata 19C
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 605
14. október, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. september 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. september 2016 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak viðbyggingar á norðurhlið til samræmis við aðalþak húss, stækka hana í vestur, gera svalir á þaki viðbyggingar við vesturhlið og síkka núverandi glugga og setja svalahurð, ásamt því að klæða húsið hefðbundinni bárujárnsklæðningu í stað trapisuklæðningar sem nú er, í íbúðarhúsi á lóð nr. 19C við Nýlendugötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. október 2016.
Stækkun A-rými 8,4 ferm., 18,8 rúmm. C-rými 4,5 ferm. Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 04.03.2016 fylgir erindi. Gjald kr. 10.100
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 13. október 2016.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100175 → skrá.is
Hnitnúmer: 10024235