(fsp) lækkun á jarðhæðarkóta
Gylfaflöt 2-4, 6-8, 10-12 og 14
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 547
17. júlí, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur - Veitur ohf. dags. 17. desember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 2-4, 6-8, 10-12 og 14 við Gylfaflöt. Í breytingunni felst að mörkum lóðanna nr. 2-4, 6-8, 10-12 og 14 við Gylfaflöt er breytt og heimildir til uppbyggingar eru skilgreindar. Ný innkeyrsla er áformuð um hringtorg frá Hallsvegi. Einnig er skilgreind lóð fyrir dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 20. maí 2015. Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs Grafarvogs dags. 10. júlí 2015. Auglýsing stóð yfir frá 5 júní 2015 til og með 17. júlí 2015.Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Vignir Bjarnason, dags. 3. júlí 2015 þar sem meðal annars er óskað eftir framlengingu á athugasemdafresti, Landsnet, dags. 16. júlí 2015, íbúasamtök Grafarvogs dags. 16. júlí 2015,
Svar

Samþykkt að framlengja athugasemdarfrest til 24. júlí nk.