breyting á deiliskipulagi
Friggjarbrunnur 51
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 7 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 624
10. mars, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar, mótt. 23. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals, hverfi 4, vegna lóðarinnar nr. 51 við Friggjarbrunn. Í breytingunni felst að heimilt verði að innkeyrsla í bílakjallara Friggjarbrunns 51 liggi um lóðina Friggjarbrunn 47A, sem er sameiginleg aðkomulóð fyrir 47 og 49, og að innkeyrsla að lóð nr. 51 verði með kvöð um aðgengi að lóðum 47, 47A og 49, samkvæmt updr. Mansard teiknistofu ehf., dags. 20. febrúar 2017.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Þar sem um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.

113 Reykjavík
Landnúmer: 205822 → skrá.is
Hnitnúmer: 10079524