breyting á deiliskipulagi
Vesturgata 30
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 589
10. júní, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. maí 2016 var lögð fram fyrirspurn Grímu arkitekta ehf. f.h. Hafnarstræti 1 ehf., mótt. 27. apríl 2016, varðandi niðurrif og uppbyggingu á lóð nr. 30 við Vesturgötu sem felst m.a. í hækkun sökkuls á núverandi íbúðarhúsi, niðurrifi viðbyggingar sem reist var við norðurhlið hússins og koma baðherbergjum og stiga sem þar eru fyrir inni í húsinu, niðurrifi skúrbygginga á norðurhluta lóðarinnar, byggingu þriggja sambyggðra nýbygginga nyrst á lóðinni o.fl., samkvæmt tillögu Grímu arkitekta ehf. , dags. 16. maí 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Grímu arkitekta ehf. , dags. 22. maí 2016 og frumkostnaðarmat VSÓ ráðgjafar vegna breytinga, dags. í október 2015. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 3. maí 3016 og 23. maí 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100183 → skrá.is
Hnitnúmer: 10013676