Fjölbýlishús
Friggjarbrunnur 42-44, Skyggnisbraut 14-18
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 498
4. júlí, 2014
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Mansard Teiknistofu ehf. dags. 28. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 42-44 við Friggjarbrunn og 14-18 við Skyggnisbraut. Í breytingunni felst fjölgun íbúða, hækkun húss við Skyggnisbraut um eina hæð, fjölgun stæða í bílakjallara og að fallið er frá ákvæði um verslun og þjónustuhúsnæði á jarðhæð við Skyggnisbraut, samkvæmt uppdr. Mansard Teiknistofu ehf. dags. 6. febrúar 2014. Tillagan var auglýst frá 5. maí til og með 16. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Gunnar Ingi Arnason dags. 7. maí 2014, Frank M. Michelsen dags. 7. maí 2014, Björn Ingi Björnsson og Þóra Magnúsdóttir dags 15. maí 2014, Björg Kofoed-Hansen og Þórður Jónsson dags. 16. maí 2014 og Sigurbjörn I. Guðmundsson og Rakel B. Gunnarsdóttir dags. 16. júní 2014.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

113 Reykjavík
Landnúmer: 205962 → skrá.is
Hnitnúmer: 10110961