stöðuleyfi fyrir bátaskýli
Eyjarslóð - uppsátur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 476
24. janúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 17. janúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. janúar 2014 þar sem sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir bátaskýli sem byggt er úr fjórum 40 feta gámum og einum 20 feta gámi og staðsett á uppsátri við Eyjarslóð á svæði Faxaflóahafna við Eyjarslóð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2014.
Samþykki f.h. Faxaflóahafna dags. 13. maí 2013 fylgir erindinu. Stærð Bátaskýlis: 211,8 ferm., 863,7 rúmm. Gjald kr. 9.000
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.