breyting á hverfisskipulagi
Fálkabakki 1, Fálkaborg
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 884
15. september, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á hverfisskipulagi "6.1 Breiðholt" vegna lóðarinnar nr. 1 við Fálkabakka. Í breytingunni felst stækkun á skipulagssvæði til norðurs, stækkun á leikskólalóð og núverandi byggingarreit leikskólans ásamt því að bætt er við byggingarreit fyrir tímabundna kennslustofu, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 5. maí 2022. Tillagan var auglýst frá 21. júlí 2022 til og með 2. september 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Veitur dags. 19. júlí 2022. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. september 2022 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

109 Reykjavík
Landnúmer: 111842 → skrá.is
Hnitnúmer: 10001462