bréf íbúaráðs Laugardals vegna erindi íbúa um skipulagsmál og umgengni
Vogabyggð svæði 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 589
10. júní, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Kynnt drög að tillögu Teiknistofunnar Traðar, jvantspijker+Felixx og Reykjavíkurborgar, dags. 6. maí 2016, að deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 2 fyrir svæðið sem afmarkast milli Tranavogar og að Kleppsmýrarveg. Í tillögunni felst endurskipulagning á svæði sem þjónað hefur hlutverki sínu sem iðnaðar- og athafnasvæði og að mæta aukinni þörf fyrir íbúðir og þjónustumiðaðan atvinnurekstur. Einnig er lögð fram almenn greinargerð, dags. 6. maí 2016 og sérskilmálar fyrir svæði 2, dags. 6. maí 2016, skýringaruppdráttur, dags. 6. maí 2016, sneiðingar, dags. 6. maí 2016 og skuggavarp, dags. 6. maí 2016. Jafnframt er lögð fram umhverfisskýrsla, dags. júní 2015, byggðakönnun, fornleifaskrá og húsakönnun, dags. 2016 og minnisblað verkfræðistofunnar EFLU um umferðarhermun, dags. 28. apríl 2016.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Áður en auglýsing á breytingu deiliskipulags fer fram, þarf umsækjandi að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1111/2014.