bréf íbúaráðs Laugardals vegna erindi íbúa um skipulagsmál og umgengni
Vogabyggð svæði 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 852
14. janúar, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 5. Breytingin felst í því að smábátahöfn Snarfara er stækkuð og dýpkuð. Hluti hafnargarðs, sem liggur í austur-vesturstefnu er fjarlægður og hafnargarður sem liggur í norður-suðurstefnu er lengdur til norðurs. Flotbryggjur lengjast og bátastæðum fjölgar úr 152 í 250. Lóð smábátahafnar á landi stækkar sem nemur láréttu svæði hafnargarðs, samkvæmt uppdr. Teiknistofu Traðar dags. 29. september 2021. Einnig er lagt fram greinargerð og skilmálar fyrir allt skipulagssvæðið er jafnframt uppfært í heild samhliða breytingartillögu, dags. 29. september 2021. Tillagan var auglýst frá 1. desember 2021 til og með 12. janúar 2022. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.