breyting á deiliskipulagi
Sæmundargata 15-19
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 816
16. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. apríl 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN058493 þannig að gerð eru viðbótartæknirými við skábraut í bílakjallara, innra skipulagi breytt í tæknirými og inntaksrými stækkað á kostnað tveggja bílastæða í kjallara húss Alvotech á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 16. mars 2021, uppfærð brunahönnun dags. 16. mars 2021 og yfirlit breytinga. Stækkun: 45,8 ferm., 222,5 rúmm. Eftir stækkun: 12.408,8 ferm., 58.050,1 rúmm. Gjald kr. 12.100
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021 samþykkt.