breyting á deiliskipulagi
Ægisíða 62
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 817
21. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. apríl 2021 var lögð fram fyrirspurn Alternance slf. dags. 2. febrúar 2021 ásamt greinargerð dags. 29. janúar 2021 um breytingu á deiliskipulagi Ægisíðu vegna lóðarinnar nr. 62 við Ægisíðu sem felst í að byggingarreitnum verði snúið eins og húsið og hann færður til svo að húsið verði innan hans og lögun hans breytt frá stílbragði og nýtingu núverandi húss, gera sólskála við bílskúrsvegg sem snýr út að garði og smækka byggingarreit undir aðalbyggingu til samræmis við stærð reitsins undir garðskálann. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.
Svar

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021 eru ekki gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.
Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

107 Reykjavík
Landnúmer: 106496 → skrá.is
Hnitnúmer: 10016978