breyting á deiliskipulagi
Freyjubrunnur 16-20
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 8 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 580
8. apríl, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristins Ragnarssonar, mótt. 25. janúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals, Hallar, Hamrahlíðarlönd og suðurhlíðar Úlfarsfells vegna lóðarinnar nr. 16-20 við Freyjubrunn. Í breytingunni felst að byggja tvo byggingarhluta á suðurhlið hússins út fyrir byggingarreit og breyta einni íbúð í tvær minni íbúðir þannig að í stað 13 íbúða verða 14 íbúðir, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar, dags. 5. janúar 2016. Einnig er lagt fram bréf Kristinn Ragnarssonar, ódags. Tillagan var grenndarkynnt frá 17. febrúar til og með 18. mars 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemd: Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir og Þorkell Frímann Viðarsson, dags. 17. febrúar 2016, Sólveig María Svavarsdóttir, dags. 23. febrúar 2016, Leifur Steinn Elísson, dags. 24. febrúar 2016, Jón Viggó Gunnarsson og Ástríður Elín Jónsdóttir, dags. 25. febrúar 2016 og Jón Heiðar Hannesson, dags. 10. mars. 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 1. apríl 2016 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs