breyting á deiliskipulagi
Freyjubrunnur 16-20
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 8 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 571
29. janúar, 2016
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar, mótt. 25. janúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals, Hallar, Hamrahlíðarlönd og suðurhlíðar Úlfarsfells vegna lóðarinnar nr. 16-20 við Freyjubrunn. Í breytingunni felst að byggja tvo byggingarhluta á suðurhlið hússins út fyrir byggingarreit og breyta einni íbúð í tvær minni íbúðir þannig að í stað 13 íbúða verða 14 íbúðir, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar, dags. 5. janúar 2016. Einnig er lagt fram bréf Kristinn Ragnarssonar, ódags.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Freyjubrunni 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 15, 17, 19, 21, 22-32, 23, 24, 25-27, 26, 28 og 29 og Sjafnarbrunni 2, 4, 6 og 8.
Áður en grenndarkynning fer fram þarf umsækjandi að greiða skv. 7.6 gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.