framkvæmdaleyfi
Fossvogur, Kringlumýrarbraut og Suðurhlíð
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 712
18. janúar, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga deiliskipulagi ásamt greinargerð dags. 1. október 2018 vegna lagningu brúar yfir Fossvog. Tillagan gerir ráð fyrir lagningu vegar fyrir almenningssamgöngur, hjólastígs og göngustígs, sem tengir saman Reykjavík og Kópavog yfir Fossvog. Tillagan gerir einnig ráð fyrir landfyllingu undir sitthvorum brúar-endanum. Einnig er lagt fram minnisblað EFLU verkfræðistofu dags. 26. apríl 2018 og skýrsla verkfræðistofunnar Vatnaskil dags. í desember 2018. Tillagan var auglýst frá 24. nóvember 2018 til og með 8. janúar 2019. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsagnir: Landssamtök hjólreiðamanna dags. 8. janúar 2019, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 8. janúar 2019 og veitur dags. 8. janúar 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. janúar 2019 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.