breyting á deiliskipulagi
Krókháls 13
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 650
21. september, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. , mótt. 24. júlí 2017, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadals vegna lóðarinnar nr. 13 við Krókháls. í breytingunni felst að nýta landhallann sem er á lóðinni og láta bygginguna fylgja honum betur. Húsið verður þá á tveimur hæðum í stað einnar. Frá Krókhálsi í suðurátt verður húsið á einni hæð en að norðan og vestanverður verður húsið á tveimur hæðum og suðurhluti hæðarinnar grefst inn í hlíðina. Akstursrampi fyrir neðri hæðina verður við austanvert húsið, samkvæmt tillögu THG Arkitekta ehf. , dags. 20. júlí 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 1. september 2017 til og með 29. september 2017 en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst 19. september 2017 er erindi nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

110 Reykjavík
Landnúmer: 110738 → skrá.is
Hnitnúmer: 10090378