breyting á deiliskipulagi
Hafnarstrætisreitur 1.118.5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 460
20. september, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga THG arkitekta dags. 9. júlí 2013 að breytingu deiliskipulags Kvosarinnar vegna Hafnarstrætisreits 1.118.5. samkvæmt uppdrætti THG arkitektar dags. 9. júlí 2013. Reiturinn markast af Hafnarstræti, Pósthússtræti og Tryggvagötu. Í breytingunni felst uppbygging við Tryggvagötu og reiturinn stækkaður til austurs. Einnig er gert ráð fyrir torgi á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu þar sem gert er ráð fyrir spennistöð og pylsuvagni. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar dags. 5. mars 2013 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 12. mars 2013. Tillagan var auglýst frá 2. ágúst til og með 13. september 2013. Engar athugasemdir bárust. Einnig lagt fram bréf Hverfisráðs Miðborgar dags. 26. ágúst 2013.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar