Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
Brynjólfsgata 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 429
1. febrúar, 2013
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. janúar 2013 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta byggingu, þrjár hæðir og kjallara, einangrað að innan og klætt utan að hluta með standandi viðarklæðingu, ásamt tengigangi undir Suðurgötu að Háskólatorgi, fyrir stofnun Vigdísar Finnbogadóttur á lóð nr. 1 við Brynjólfsgötu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn samgöngudeildar dags. 28. janúar 2013.
Stærð mhl. 01: Kjallari, bílgeymsla 564 ferm., kennslurými 915,7 ferm., 1. hæð kennslurými 738,8 ferm., 2. hæð kennslurými 865,7 ferm., 3. hæð skrifstofur 874,3 ferm. Mhl. 01 samtals 3.958,5 ferm., 18.102,8 rúmm.
Stærð mhl. 02: 172,8 ferm., 653 rúmm.
Samtals: 4.131,3 ferm., 18.755,8 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 1.688.022
Svar

Tekið er undir umsögn samgöngudeildar dags. 28. janúar 2013. Að öðru leyti eru ekki gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.