framkvæmdaleyfi
Kjalarnes, Hrafnhólar
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 741
30. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. júlí 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júlí 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að reisa tvö gróðurhús, hvort um sig um 2500 ferm að stærð ætluð til skógræktar og er staðsetning þeirra byggð á jarðvegskönnun og veðurmælingum á jörðinni Hrafnhólar á Kjalarnesi, samkvæmt uppdráttum VA arkitekta ehf. dags. 25. júní 2019. Einnig er lagt fram bréf Salvara Jónsdóttur f.h. eigenda Hrafnhóla dags. 11. júlí 2019 ásamt uppdrætti/afstöðumynd VA arkitekta ehf. dags. 25. júní 2019 br. 11. júlí 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir minnisblað Veðurvaktarinnar dags. 24. júní 2019. Gjald kr. 11.200
Svar

Leiðrétt bókun frá 23. ágúst 2019.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir að landeiganda að Þverárkoti og Skarðsvegi 1-26. Einnig verður sent bréf til Mosfellsbæjar til kynningar þar sem framkvæmdin tekur til svæðis sem liggur að mörkun aðliggjandi sveitarfélaga.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.