breyting á deiliskipulagi
Hringbraut 116/Sólvallagata 77 - Steindórsreitur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 750
7. nóvember, 2019
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. dags 27. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Byko reitar á lóðinni nr. 77 við Sólvallagötu og nr. 116 við Hringbraut. Breytingin felst í hækkun hámarksfjölda íbúða úr 70 íbúðum í 84, inn- og útkeyrsla í bílakjallara heimiluð frá Hringbraut en engin útkeyrsla við Sólvallagötu, svalir megi ná út fyrir lóðarmörk byggingu sem stendur við Hringbraut samkvæmt greinagerð Plúsarkitekta ehf. dags 27. júní 2019. Einnig lagður fram deiliskipulagsuppdr. Plúsarkitekta ehf. dags 27. júní 2019. Ennfremur lagðar fram skýringamyndir og skuggavarp, dags. 27.júní 2019., breytt 3. júlí 2019 ásamt greinargerð, Hljóðsvistarskýrsla EFLU dags. 17.apríl 2019 og minnisblað EFLU dags. 7.ágsúst 2019 um áhrif á samgöngur. Tillagan var auglýst frá 10. september 2019 til og með 31. október 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ólafur Hauksson dags. 22. september 2019, Sigríður Erla Jóhönnudóttir dags. 22. október 2019, Erla Björk Baldursdóttir dags. 22. október 2019, Margrét Einarsdóttir skólastjóri f.h. skólaráðs Vesturbæjarskóla dags. 29. október 2019 og Íbúasamtök Vesturbæjar dags. 31. október 2019.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.