Viðbygging og svalir
Fjölnisvegur 6
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 846
19. nóvember, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. september 2021 þar sem sótt er um leyfi til að sameina tvær íbúðir sem eru 0201 og 0301 í eina og byggja einnar hæðar viðbyggingu með svölum ofaná við suðausturhlið húss á lóð nr. 6 við Fjölnisveg. Erindi var grenndarkynnt frá 18. október 2021 til og með 15. nóvember 2021. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir samþykki eigenda dags. 16. júlí 2021, bréf hönnuðar dags. 24. júní 2021 og dags. 16. júlí 2021. Stækkun viðbyggingar eru: 19,0 ferm., 54,0 rúmm. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. september 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. september 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 13. september 2021. Gjald kr. 12.100
Svar

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102671 → skrá.is
Hnitnúmer: 10009924