(fsp) breytt notkun
Skólagarðar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 344
1. apríl, 2011
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsstjóra 11. mars 2011 var lögð fram fyrirspurn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 17. febrúar 2011 varðandi breytta notkun á húsunum sem standa við skólagarðana við Logafold 106b, Holtaveg 32 og Bjarmaland. Í stað aðstöðu fyrir skólagarða yrði húsnæðið nýtt fyrir dagforeldra. Einnig lögð fram samantekt skipulagsstjóra dags. 10. mars 2011. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá hverfaráði Laugardals og Háaleiti ásamt hverfaráði Grafarvogs og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti hverfisráðs Háaleitis og Bústaðahverfis dags. 30. mars 2011 og tölvupósti hverfisráðs Laugardals dags. 31. mars 2011.
Svar

Samþykkt að framlengja frest til að skila inn umsögn til 15. apríl 2011.