Raðhús
Haukdælabraut 11-15
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 424
21. desember, 2012
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. desember 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja raðhús, þrjá matshluta, á einni hæð með kjallara undir vesturhluta (mhl. 03) úr steinsteyptum samlokueiningum á lóð nr. 11-15 við Haukdælabraut. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2012.
Stærð: Mhl. 01: Íbúð 162,9 ferm., bílgeymsla 26 ferm. Samtals 188,9 ferm., 642,4 rúmm.
Mhl. 02: Íbúð 163 ferm., bílgeymsla 26 ferm. Samtals 189 ferm., 642,6 rúmm.
Mhl. 03: 1. hæð íbúð 89,2 ferm., 2. hæð íbúð 125,1 ferm., bílgeymsla 26 ferm. Samtals 233,7 ferm., 936,7 rúmm.
Mhl. 01, 02, 03: 612,6 ferm., 2.222 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 188.845
Svar

Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

113 Reykjavík
Landnúmer: 214786 → skrá.is
Hnitnúmer: 10101645