(fsp) breyting á deiliskipulagi
Nýr Landspítali við Hringbraut
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 707
30. nóvember, 2018
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Helgu Bragadóttur arkitekts f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 19. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut. Í breytingunni felst að koma fyrir tveggja hæða bílgeymslu undir aðaltorgi/Sóleyjartorgi, sem fær nr. 37. Aðkoma í bílgeymslu verður frá þvergötu austan torgsins milli efri og neðri götu. Breytt er aðkomu við inngang í bráðamóttöku og bílastæðafyrirkomulagi á sunnanverðu Sóleyjartorgi og bílastæðum þar fækkað. Jafnframt er fækkað bílastæðum í bílgeymslu neðanjarðar á reit 35 sunnan geðdeildar o.fl., samkvæmt uppdr. SPITAL dags. 15. nóvember 2018.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016