breyting á deiliskipulagi
Borgartúnsreitur vestur 1.216
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 337
11. febrúar, 2011
Annað
273334
263735 ›
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tilllaga Vinnustofunnar Þverá að deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur samkvæmt uppdrætti dags. 30. nóvember 2010. Í tillögunni felst að byggingarmagn er aukið á reitnum, einkum meðfram Guðrúnartúni/ Sætúni, þar sem gert verður ráð fyrir blandaðri byggð. Gert er ráð fyrir bílageymslum neðanjarðar og fækkun bílastæða ofanjarðar. Innan reitsins verður opinn garður. Tillagan var auglýst frá 29. desember 2010 til og með 9. febrúar 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þórdís L. Guðmundsdóttir f.h. hverfisráðs Laugardals dags. 24. janúar 2011, Stólpar dags. 8. febrúar 2011 og THG arkitektar f.h. Húsfélagsins Sætúni 1 dags. 8. febrúar 2011.
Svar

Athugasemdir kynntar.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.