óveruleg breyting á deiliskipulagi
Teigahverfi norðan Sundlaugavegar
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 551
21. ágúst, 2015
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 12. júní 2015 varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis - norðan Sundlaugavegar: Laugalækur/Hrísateigur. Í breytingunni felst að afmarkaður er byggingarreitur fyrir grenndargáma, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. júní 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 18. júní til og með 16. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Reitir I og Reitir II dags. 15. júlí 2015 sem dregin er til baka þann 11. ágúst 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra af fundi skipulagsfulltrúa 31. júlí 2015 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar