óveruleg breyting á deiliskipulagi
Teigahverfi norðan Sundlaugavegar
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 353
22. júní, 2011
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar samkvæmt uppdráttum egg arkitekta ehf. dags. í maí 2011. Einnig lögð fram Húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur skýrsla nr. 150 dags. 2009, endurskoðað varðveislumat Minjasafns Reykjavíkur vegna Bjargs dags. 23. febrúar 2010 og samantekt verkefnisstjóra dags. 6. ágúst 2010 varðandi ábendingar úr hagsmunaaðilakynningu. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 16. maí til og með 9. júní 2011. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir og ábendingar: Inga Valborg Ólafsdóttir f.h. íbúa Otrateig 2-16 dags. 17. maí, Marvin Ívarsson f.h. Arion banka dags. 18. maí, Sesselja Traustadóttir dags. 5. júní, Jón G. Friðjónsson og Sveinn Karlsson f.h. eigenda að Laugalæk 50-62, dags. 6. júní, Heiðar I. Svansson og Aðalbjörg S. Helgadóttir dags. 6. júní, Hreyfill svf. dags. 8. júní, Sigurður A. Þóroddsson f.h. eigenda Laugarnesvegs 52 dags. 8. júní, Egill Stephensen og Anna G Egilsdóttir dags. 8. júní, THG Arkitektar f.h. Reita dags. 9. júní og Jakob S. Friðriksson dags. 9. júní 2011. Einnig er lögð fram bókun Hverfisráðs Laugardals dags. 15. júní 2011.
Svar

Vísað til skipulagsráðs.