breyting á deiliskipulagi
Vesturlandsvegur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 636
16. júní, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 3.apríl 2017, um nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg. Afmörkun fyrirhugaðs deiliskipulags er frá sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ að afleggjaranum inn í Hvalfjörð. Um er að ræða ca. 14 km kafla og helgunarsvæði hans. Með deiliskipulaginu næst heildstætt yfirlit yfir tengingar fyrir hliðarvegi, stíga og reiðleiðir auk fleiri umferðaröryggismála sem þarf að útfæra í skipulagi. Tillagan var kynnt til og með 8. júní 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: íbúasamtök Kjalarness, dags. 6. júní 2017, Sæmundur Eiríksson formaður Reiðveganefndar í Kjalarþingi hinu forna, formaður Reiðveganefndar Harðar í Mosfellsbæ og varaformaður Samgöngunefndar Landsambands Hestammannafélags, Grétar Þórisson fulltrúi hestamanna á Kjalarnesi og Óðinn Elísson fulltrúi hestamanna í Kjós, dags. 7. júní 2017 og Veitur og Gagnaveita Reykjavíkur, dags. 8. júní 2017. Einnig eru lögð fram umsögn skipulagsstofnunar, dags. 7. júní 2017, og umsögn Veðurstofu Íslands, dags. 9. júní 2017.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.