Lyfta þaki, þaksvalir o.fl.
Öldugata 33
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 639
30. júní, 2017
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. apríl 2017 þar sem sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja svalir í þak, breyta inngangi og innra skipulagi tvíbýlishúss á lóð nr. 33 við Öldugötu. Erindi var grenndarkynnt frá 17. maí 2017 til og með 21. júní 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jónatan Þórmundsson og Sólveig Ólafsdóttir, dags. 11. júní 2017 og Guðmundur Kristján Jónsson, dags. 20. júní 2017 og Ingibjörg Jónsdóttir og Axel Jóhannsson, dags. 21. júní 2017. Einnig er lagður fram tölvupóstur Maríu H. Þorsteinsdóttur, dags. 25. maí 2017, þar sem ekki er gerð athugasemd við breytingu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. júní 2017 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna að nýju framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bræðraborgarstíg 15,19, 21 og 21c, Unnarstíg 2, 2a og Öldugötu 32 og 34.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100640 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017051