breyting á deiliskipulagi
Gamla höfnin - Vesturbugt, reitir 03 og 04
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 565
4. desember, 2015
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar, Gömlu hafnarinnar. Í breytingunni felst fjölgun íbúða samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf., dags. 8. júlí 2013 síðast breyttur 25. september 2015. Einnig er lagt fram erindisbréf Borgarstjóra vegna skipunar stýrihóps um verkefnið. Tillagan var auglýst frá 14. október til og með 25. nóvember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ólafur Helgi Samúelsson f.h. íbúa að Bakkastíg 3, dags. 23. nóvember 2015, Markús Guðmundsson f.h. Húsfélagsins Mýrargötu 26 , dags. 24. nóvember 2015, Erna Matthíasdóttir og Víðir Birgisson, dags. 24. nóvember 2015, Hjörtur Hjartar, dags. 25. nóvember 2015, Guðmundur Björnsson og Anna Sigurðardóttir, dags. 25. nóvember 2015, Sigríður Hanna Jóhannesdóttir, dags. 25. nóvember 2015, Brigitte Leonie Lúthersson-Patt og Pétur B. Lúthersson, dags. 25. nóvember 2015, Eyþór Ólafsson og Anna Ragnarsdóttir, dags. 25. nóvember 2015, Íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 25. nóvember 2015, Hilmar Skarphéðinsson, dags. 25. nóvember 2015 og Steingerður Ólafsdóttir og Ásgeir Brynjar Torfason, dags. 25. nóvember 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2015 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

101 Reykjavík
Landnúmer: 218883 → skrá.is
Hnitnúmer: 10123295