breyting á deiliskipulagi
Gamla höfnin - Vesturbugt, reitir 03 og 04
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 646
25. ágúst, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2017 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, mótt. 19. júlí 2017, um framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar Gömlu hafnarinnar - Vesturbugtar, reitir 03 og 04. Gröftur hefst september/október 2017 og er reiknað með að framkvæmdum ljúki eigi síðar en apríl 2022. Fyrsti hluti framkvæmda verður uppbygging á austari lóð frá norðri til suðurs. Einnig eru lagðar fram teikningar verkfræðistofunnar Mannvits, dags. febrúar 2014. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. ágúst 2017.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.23. ágúst 2017 . Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.

101 Reykjavík
Landnúmer: 218883 → skrá.is
Hnitnúmer: 10123295