Breytingar - 1. og 4.hæð veitingarstaður í fl. III tegund G
Korngarðar 3
Síðast Synjað á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 729
24. maí, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. maí 2019 var lögð fram umsókn Guðmundar Odds Víðissonar dags. 23. apríl 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka - Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 1 við Korngarða. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður að hluta á suðvesturhorni reitsins til suðurs, nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,55 og kvöð er á lóðinni þar sem fyrir eru fráveitulagnir og þarf að færa lagnir út fyrir byggingarreit, samkvæmt uppdr. DAP ehf. dags. 4. apríl 2019. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna dags. 12. apríl 2019.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skarfagörðum 2, Klettagörðum 4 og 6 Korngörðum 3.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.

104 Reykjavík
Landnúmer: 223775 → skrá.is
Hnitnúmer: 10116000