tillaga að deiliskipulagi fyrir reit 1.186.4
Urðarstígsreitur syðri 1.186.4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 393
4. maí, 2012
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Adamsson ehf. - arkitektastofu dags. 13. júlí 2009 að deiliskipulagi Urðarstígsreits syðri, reitur 1.186.4. Tillagan var felld úr gildi af úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Er tillagan óbreytt að öðru leyti en því að bætt hefur verið við byggingarreit fyrir sólstofu (einnar hæðar byggingu með svölum á þaki) á Urðarstíg 12 sem borgarráð samþykki 12. nóvember 2009. Tillagan var auglýst frá 7. mars til 24. apríl 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Rúnar Ingimarsson og Birna Eggertsdóttir dags. 23. apríl 2012, Bragi L. Hauksson dags. 24. apríl 2012 og Gunnlaugur Björn Jónsson f.h. eigenda Urðarstígs 16A dags. 24. apríl 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 3. maí 2012 og umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 3. maí 2012.
Svar

Vísað til skipulagsráðs.