breyting á deiliskipulagi
Klausturstígur 1-11 og Kapellustígur 1-13
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 699
21. september, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kanon arkitekta dags. 9. maí 2018 fh. byggingarfélags námsmanna varðandi breytingu á deiliskipulagi námsmannagarða við Klausturstíg 1-11 og Kapellustígur 1-13 . Í breytingunni felst að fjölga íbúðum um 52 í fjórum nýjum húsum á lóðinni nr 1- 11 við Klausturstíg og 1-13 við Kapellustíg ásamt því að heimila byggingu geymslu fyrir starfssemi byggingarfélags námsmanna, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 9. maí 2018. Tillagan var auglýst frá 27. júlí 2018 til og með 6. september 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: Jón Þorsteinsson dags. 16. ágúst 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. september 2018 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs