deiliskipulag
Fossvogsvegur (Vigdísarlundur)
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 7 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 550
14. ágúst, 2015
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 12. júní 2015 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. júní 2015 vegna samþykktar borgarráðs 4. júní 2015 á svohljóðandi tillögu borgarstjóra: "Borgarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna deiliskipulag að reit í Fossvogi sem afmarkast af Fossvogsvegi, Árlandi og göngustígum á móts við Kjalarveg og Klifveg og eiga nauðsynlegt samráð við nágranna og aðra hagsmunaaðila um málið. Í skipulaginu verði m.a. gert ráð fyrir skóla, íbúðum og búsetuúrræði fyrir fatlaða á reitnum. Stefnt skal að því að lýsing og hugmynd að deiliskipulagi reitsins verði lögð fyrir umhverfis- og skipulagsráð eigi síðar en í október nk." Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.