Ofanábygging - viðbygging- fjölgun íbúða
Dunhagi 18-20
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 376
16. desember, 2011
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsstjóra 9. desember 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2011 þar sem sótt er um leyfi til breytinga innanhúss sem felast í því að fjölga íbúðum á 2. og 3. hæð úr fjórum í tíu á hvorri hæð, breyta hlutverki 1. hæðar þannig að helmingur verslunarrýmis verði fjórar íbúðir, en helmingurinn óbreyttur, breyta kjallara með geymslum og þvottahúsum til samræmis við þetta og færa sorpgeymslur út á lóð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 18-20 við Dunhaga. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. desember 2011.
Meðfylgjandi er afrit af bréfi skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 17. nóvember 2011
Gjald kr. 8.000
Svar

Umsögn skipulagsstjóra dags. 15. desember 2011 samþykkt.