breyting á deiliskipulagi
Kvistaland 26
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 847
26. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðarinnar nr. 26 við Kvistaland, leikskólinn Kvistaborg. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir tímabundnar kennslustofur á lóð vegna framkvæmda á húsnæði leikskólans. Reiturinn er staðsettur þar sem nú eru bílastæði á auðausturhluta lóðarinnar og breytist núverandi nýting lands þar tímabundið á meðan á framkvæmdum stendur, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 15. október 2021, lagf. 26. nóvember 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 25. október 2021 til og með 22. nóvember 2021. Eftirtaldir sendu umsögn/athugasemdir: Veitur dags. 22. nóvember 2021.
Svar

Krafa Veitna um kvöð samþykkt.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108800 → skrá.is
Hnitnúmer: 10014147