(fsp) breyting á aðal- og deiliskipulagi
Bykoreitur, reitur 1.138
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 618
27. janúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta, dags. 3. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bykoreits, reitur 1.138. Helstu breytingar eru að skilgreina fjölda íbúða samkvæmt AR 2010-30, skilgreina landnotkun í samræmi við stefnu í AR 2010-30 um aðalgötur ásamt hækkun á hæðarkvóta, skv. uppdr. Plúsarkitekta, dags. 14. nóvember 2016. Tillagan var auglýst frá 7. desember 2016 til og með 23. janúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Skólaráð Vesturbæjarskóla, dags. 20. janúar 2017, Heiða Kristín Helgadóttir fulltrúi foreldra, dags. 20. janúar 2017, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, dags. 23. janúar 2017, Ingi Elvar Árnason, dags. 23. janúar 2017, Kristinn Baldursson, dags. 23. janúar 2017, Alina Dubik og Zbigniew Dubik, dags. 23. janúar 2017, íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 23. janúar 2017, húsfélag Sólvallagata 80-84 ásamt viðhengi 2, dags. 23. janúar 2017, Björn S. Stefánsson, dags. 23. janúar 2017 og Elísabet Jökulsdóttir, dags. 23. janúar 2017, Björn S. Stefánsson, dags. 24. janúar 2017. Einnig er lagður fram tölvupóstur frá Elísabetar Jökulsdóttur, dags. 22. janúar 2017, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti.
Svar

Samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 6. febrúar 2017